Viðburðadagatal - úthlutunarvikur Sellátra 2017

Hér koma loksins úthlutunarvikurnar og viðburðadagatal fyrir árið 2017. Vikurnar og eða helgar fyrir utan skipulagðar vikur geta allir fengið og gildir þá prinsippið fyrstur kemur fyrstur fær. Vil þó benda á að æskilegt er að það sé borgað gistináttagjald 2.000,- kr.pr. nótt fyrir þann tíma. Greiðast inn á reikning okkar í Arionbanka

326-26-2257, kt.: 560210-1670

https://drive.google.com/open?id=0B2FECM6txk_XeUdzbUMyclFIWW8

 

 

 

 


Guðjón Björnsson Guðjón Björnsson | sunnudagurinn 5. mars 2017

Brunin á Sellátrum 26. ágús 1966

Minningar Hreggviðs Davíðsonar um brunan á Sellátrum 26. ágúst 1966

Ég var vinnandi í Hraðfrystihúsi Tálnafjarðar þetta sumar, gisti hjá hálfsystir minni Guðjónu Ólafsdóttur og hennar manni Einari Ármannssyni og þeirra börnum í vikunum, en naut helgarfría á Sellátrum.

Seinni part laugardagsins 25. ágúst mætti ég að Sellátrum og hugði á afslappandi helgarfrí. Ég hafði herbergið í ytri enda efri hæðar fyrir mig. Höskuldur bróðir hafði smíðað lykil að hurðinni og kom sá sér vel, þegar menn ætluðu að sofa út. Ólafur Helgi og Margrét, Einars börn Ólafssonar og Guðlaug Björnsdóttir höfðu ákveðið að fela áðurnefndan lykil, svo ég gæti ekki læst að mér og þau því þar með haft frían aðgang að mér þessa helgi. Sem betur fer, annars hefði verið erfitt að vekja mig þessa nótt. 


Meira

Guðjón Björnsson Guðjón Björnsson | mánudagurinn 6. mars 2017

Myndir og minningar

Myndir og minningar.

Einn afkomandinn frá Sellátrum í Tálknafirði átti stórafmæli í vændum, en hvernig átti að gleðja  viðkomandi  og helst koma á óvart líka?  Það komu margar hugmyndir til greina, en sú sem varð að veruleika reyndist bæði vera ósnertanleg og líka jafnt fyrir alla ættingja afmælisbarnsins, “heimasíða,,  Í tilefni af  40 þúsund heimsóknum á  heimasíðuna frá opnun hennar, langar okkur að benda öðrum á þennan möguleika til að varðveita myndir og minningar, til dæmis úr sveitinni.


Meira

Guðjón Björnsson Guðjón Björnsson | sunnudagurinn 5. mars 2017

Þegar Sellátrahúsið varð gult

Þegar Sellátrahúsið varð gult.

Um Páskana 2008 var mér boðið til Sellátra af Benedikt syni mínum. Ég þáði boðið og dvaldi á Sellátrum alla Páskahelgina. Þá skoðaði ég ástand hússins, sem var orðið nokkuð bágborið. Sprungur í veggjum sem raki leitaði í og var farinn að mynda útfellingar á múrhúð að innanverðu. Steypustykki laus að utanverðu vegna ryðgaðs steypustyrktarjárns og sumstaðar höfðu slík stykki hreinlega dottið og járnið bert í veðrið. Gluggakarmar rennandi blautir að innanverðu og fúkkalykt ráðandi í húsinu. Þá ákvað ég að prófa ný- markaðssetta málningu frá Suður Afríku á húsið. Það sem síðustu tilraun, áður en að það yrði að klæða húsið að utan. 


Meira

Guðjón Björnsson Guðjón Björnsson | laugardagurinn 4. mars 2017

Myndir af Sellátrum

Gamli bærinn á Sellátrum
Gamli bærinn á Sellátrum
1 af 3

Hér má sjá myndir af Sellátrum

Ég held ég megi segja með vissu að Sigurjón Davíðsson maður Laugu hafi tekið þessar myndir, veit þó ekki um þessa af bátnum.
Það vill segja að myndirnar eru teknar einhvers staðar á árabilinu 1945-1955.
 
Bestu kveðjur,
Hreggviður

Guðjón Björnsson Guðjón Björnsson | þriðjudagurinn 27. september 2016
Eldri færslur