Brunin á Sellátrum 26. ágús 1966
Minningar Hreggviðs Davíðsonar um brunan á Sellátrum 26. ágúst 1966
Ég var vinnandi í Hraðfrystihúsi Tálnafjarðar þetta sumar, gisti hjá hálfsystir minni Guðjónu Ólafsdóttur og hennar manni Einari Ármannssyni og þeirra börnum í vikunum, en naut helgarfría á Sellátrum.
Seinni part laugardagsins 25. ágúst mætti ég að Sellátrum og hugði á afslappandi helgarfrí. Ég hafði herbergið í ytri enda efri hæðar fyrir mig. Höskuldur bróðir hafði smíðað lykil að hurðinni og kom sá sér vel, þegar menn ætluðu að sofa út. Ólafur Helgi og Margrét, Einars börn Ólafssonar og Guðlaug Björnsdóttir höfðu ákveðið að fela áðurnefndan lykil, svo ég gæti ekki læst að mér og þau því þar með haft frían aðgang að mér þessa helgi. Sem betur fer, annars hefði verið erfitt að vekja mig þessa nótt.
Þreyttur ungur maður lagðist til hvílu nokkuð snemma þetta laugardagskvöld og hugðist sofa vel og lengi. Saknaði þess þó að geta ekki læst að sér eins og venjulega.
Næsta sem gerist er að mamma Guðrún stuggar við mér og segir bæinn vera að brenna. “Æ góða hættu þessu, þetta er ekki einu sinni fyndið hjá þér”, segi ég og sný mér til veggjar. “Leggðu hendina á súðina að Kristinsbænum ef þú trúir mér ekki og tíminn er enginn, drífðu þig vinur”, svaraði mamma. Þetta geri ég og maður lifandi, súðin var brennheit. Stutterma bolur, gallabuxur, sokkar og hálfétnir fótboltaskór eftir hundana, var hent á kroppinn og þeyst niður á neðri hæð. Gegnum rifurnar á hurðinni fram í fremri bæinn, sást eitt alsherjar eldhaf. Guðný systir var búin að smala saman börnunum inn í stofuna og þegar ég kem þar, þá þrífur hún borðlampa og brýtur með honum glerið úr glugganum í stofunni. Mér var sagt að vera fyrir utan og taka við börnunum, sem hún myndi rétta mér út um gluggan. Mamma sagðist ætla upp á skrifstofu til að bjarga bókhöldum, sem tilheyrðu pabba.
Misvitur þykjustu stórmenni voru ætíð að væna pabba um misferli í fjárreiðum og bókhaldi, sem hann hafði tekið að sér. Það sýnir hversu alvarlega mamma tók þessum ásökunum og hversu viss hún var um heiðarleika pabba í þeim málum, að hún ákveður að bjarga þessum fjandans bókhöldum, frekar en hennar kærustu hlutum úr brunanum.
Guðný rétti mér öll börnin og síðan nokkra hluti, sem hún greip þarna í stofunni. Síðasti hluturinn var veggklukkan, sem nú hangir á Sellátrum. Sú klukka er frá árinu 1948. Klukkan stoppaði 02.50, sem þýðir að þá tók Guðný hana af veggnum.
Ólafur Helgi þeyttist upp til mömmu, en hún kom honum þaðan í hvelli, en síðan fór hann í tvígang upp að gaflinum á brennandi húsinu til að hlýja sér. Hann var auðvitað rifinn þaðan jafn harðan. Ég safnaði börnunum og þessum fáu hlutum, sem Guðnýju auðnaðist að bjarga, út á brekkubrúnina neðan við brunnhúsið.
Síðan hlaupum við inn fyrir húsið til að vita um afdrif mömmu. Hún tróð pappírsruslinu í stóra svarta ruslapoka og henti þeim út um gluggan jafn harðan og þeir voru fullir. Við hrópuðum til hennar að hætta þessu og koma sér út. Hún svaraði því til að við ættum að láta hana vita þegar eldurinn færi að læsa sig í loftið á neðri hæðinni. Sem sé þegar eldurinn væri kominn í milligólfið, sem hún stóð á!
Það gerðum við, en hún hélt áfram. Ekki fyrr en við stóðum öll á öskrum og milligólfið orðið nánast alelda, gaf hún sig og lét sig síga niður til okkar eins langt og handleggirnir náðu, síðan lét hún sig falla. Fallið var ekki hátt, kanske u.þ.b. meter.
Svo tók ég til fótanna og hljóp inn að Felli eftir hjálp.
Ég hljóp beint af augum yfir holtin og túnið á Bakka, stöðugt lítandi við til að sjá bjarman frá eldsvoðanum á Sellátrum.
Ég kom að Felli um þrjú leytið og var þá svo þreyttur að ég átti erfitt um mál. Ég benti í áttina að Sellátrum og þvílík undursamleg viðbrögð hjá Magga og Dóru. Þau hringdu í slökkviliðið en Magnús fór rakleiðis út að Sellátrum, en Dóra hlúði að sendiboðanum.
Snurvoðabátarnir voru reyndar búnir að hafa samband í land og láta vita af brunanum. Magnús tók fólkið í bílinn og keyrði það að Felli, en þar tók Einsi við og keyrði liðið í rússajeppanum inn að Skrúðhömrum.
Þegar svo heila hersingin úr brunanum kom að Skrúðhömrum, þá var tekið á móti okkur eins og við hefðum verið heimt úr helju. Pabbi hafði komið um nóttina frá Akureyri með glænýjan Ford Bronco með sér. Hann sagði mér seinna að hann hefði búið sig undir það versta og verið farinn að berjast við sorgina, þegar við birtumst öll heilu og höldnu á Skrúðhömrum.
Daginn eftir féllust þau hjónin í faðma við rústirnar og grétu hvort við annars barm.
Þau sem voru í brunanum voru:
Kristján Jónsson
Davíð G. Jónsson
Guðný Davíðsdóttir
Guðlaug S. Björnsdóttir
Ólafur Helgi Einarsson
Margrét Einarsdóttir
Hreggviður Davíðsson
Guðrún Einarsdóttir
Ég er búinn að tína í öllum mínum fluttningum, minninsbók um þennan atburð sem ég skrifaði á þeim tíma og því er óljóst hvort fleiri börn hafi verið þarna. Það gætu hafa verið börn Guju þarna líka.
Mamma vaknaði við brunalyktina og þeyttist fram að hurðinni, sem vísaði út í fremri bæinn og sá þá beint í eldhafið þar. 20 mínútum síðar féll bærinn.
Ólafur Helgi segir mér að Guðný hafi gripið á það ráð að fara með börnin niður í hlöðu, til að róa þau og freista þess að halda á þeim hita. Það var nefnilega sunnan – suðaustan hryssingur með þó-nokkurum rigningarhraglanda. Eins voru kósengaskútarnir farnir að spúa upp 30 metra eldsúlum og aldrei að vita nema einhver þeirra springi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Selfossi 8. júlí 09
Hreggviður Davíðsson.
Guðjón Björnsson | mánudagurinn 6. mars 2017
Athugasemdir
Palmistry Courses, þriðjudagur 23 október kl: 11:23
Want to Palmistry Courses? Then what are you waiting for? Certificate courses on all levels of expertise are offered from All India Federation of Astrologers Societies (AIFAS). So, enroll yourself and start your journey in learning this amazing cosmic science, and thereby, making your life and the lives of many around you, a true delight!
Russell & Bromley Outlet, þriðjudagur 22 október kl: 02:45
Höskuldur bróðir hafði smÃðað lykil að hurðinni og kom sá sér vel, þegar menn ætluðu að sofa út.
Xander Lofted, föstudagur 06 desember kl: 13:30
Hi there once more it was actually a really wonderful experience for me when I looked around your site. I just wished to congratulate you on the quality of the work and additionally to send your team the best of luck with it as you move forward going forward. It was certainly enjoyable to browse your internet site and I'll without doubt be dropping by once again to find out how you're getting on. Cheers and with luck I will see you here very soon - Xander Lofted
Wholesale Sex Toys, þriðjudagur 31 mars kl: 05:08
Hann sagði mér seinna að hann hefði búið sig undir það versta og verið farinn að berjast við sorgina, þegar við birtumst öll heilu og höldnu á Skrúðhömrum.
Career Prediction, laugardagur 06 október kl: 09:14
To get right or accurate career prediction report will help you. Our career astrologer analyzes your birth chart and then generates special career report for you which include remedial measures also.