Um okkur

Sagan okkar og Sellátra í Tálknafirði hófst 1895, þá fluttu að Sellátrum hjónin Kristján Arngrímsson  fæddur 9/9 1858 að Álftamýri í Auðkúluhrepp og Þórey Eiríksdóttir  fædd 5/9 1857 að Miðjanesi í Reykhólasveit  ásamt  börnum sínum. Fjölskyldan leigði Sellátra og var leigan 12 fjórðunar smjörs.

Börnin hétu

Málfríður Petrólína fædd 1885 hún átti engin börn.
Ingibjörg fædd 1886 hún átti fimm börn.
Arngrímur Valagils fæddur 1888 hann átti engin börn.
Ágúst Maris fæddur 1890 hann átti engin börn.
Jónína fædd 1891 hún átti þrjú börn.
Halldóra fædd 1895 hún átti fjögur börn.
Ólafur fæddur 1896 hann átti þrjú börn.
Kristján Eyþór fæddur 1898 hann átti engin börn.
Bjarni Eiríkur fæddur 1900 hann átti fjögur börn.


Ingibjörg Kistjánsdóttir fædd 9/6 1886 frá Sellátrum og Einar Jósson fæddur 16/11 1866 frá Hvammi á Barðaströnd giftust 1906, þau keyptu svo síðar Sellátra.
Hvað afkomendur eru margir í dag væri gaman að vita.
Þeir sem vilja bæta við þessa ættartölu geta snúið sér til >>vefstjóra