Um okkur
Sagan okkar og Sellátra í Tálknafirði hófst 1895, þá fluttu að Sellátrum hjónin Kristján Arngrímsson fæddur 9/9 1858 að Álftamýri í Auðkúluhrepp og Þórey Eiríksdóttir fædd 5/9 1857 að Miðjanesi í Reykhólasveit ásamt börnum sínum. Fjölskyldan leigði Sellátra og var leigan 12 fjórðunar smjörs.
Börnin hétu
Málfríður Petrólína | fædd 1885 hún átti engin börn. | ||
Ingibjörg | fædd 1886 hún átti fimm börn. | ||
Arngrímur Valagils | fæddur 1888 hann átti engin börn. | ||
Ágúst Maris | fæddur 1890 hann átti engin börn. | ||
Jónína | fædd 1891 hún átti þrjú börn. | ||
Halldóra | fædd 1895 hún átti fjögur börn. | ||
Ólafur | fæddur 1896 hann átti þrjú börn. | ||
Kristján Eyþór | fæddur 1898 hann átti engin börn. | ||
Bjarni Eiríkur | fæddur 1900 hann átti fjögur börn. |
Ingibjörg Kistjánsdóttir fædd 9/6 1886 frá Sellátrum og Einar Jósson fæddur 16/11 1866 frá Hvammi á Barðaströnd giftust 1906, þau keyptu svo síðar Sellátra.
Hvað afkomendur eru margir í dag væri gaman að vita.
Þeir sem vilja bæta við þessa ættartölu geta snúið sér til >>vefstjóra