Gamli bærinn á Sellátrum
Bærinn var timburhús á einni hæð en með lágum portveggjum og ca 45 gráðu risi. Viðbyggingin var með skúrþaki sem fest var við bæinn ca 20 cm neðan við þak hans. Við austur enda hússins var viðbyggð geymsla og við hluta norðurhliðar hússins og vestur fyrir hús hornið, var viðbyggt svo kallað svínahús. Það hús var með torf- og steinahleðslu upp að sperrum á norðurhlið, en lækkaði á göflum niður í ca 80 cm háar hleðslur. Ofan á hleðsluveggi komu svo timburveggir með gluggum í báðum göflum (60x40 cm) og stafninn til suðvesturs, sem einungis var rúmur meter og stakk út fyrir hús hornið, hafði að geyma inngangshurðina.
Endurbætur og viðhald
Umfangsmiklar endurbætur og ýmiskonar viðhald á Sellátrahúsinu hefur farið fram undanfarið.Þar má nefna viðgerðir á gluggum og útihurð einnig málningarvinna. Ný vatnslögn er komin í húsið, bæði fyrir heitt og kalt vatn, gamla lögnin var illa farin enda fjörutíu ára gömul. Hitakútur hreinsaður, en mikil óhreinindi voru í honum.Nú síðast var sett upp eldhúsinnrétting og er eldhúsið orðið vikilega vistlegt. Eldri innréttingin var illa farin og var sennilega sett upp á sínum tíma til bráðabyrgða.Þessar framkvæmdir kostuðu nokkra fjármuni aðallega vegna kaupa á efni, en vinnulaun voru í formi sjálfboðavinnu.Sellátrahúsið er nú miklu vistlegra en fyrir þessar endurbætur, samt eru umræður um frekari lagfæringar svo sem á baðherbergi á neðri hæð, en sennilega verður það ekki alveg á næstunni.Við höfum safnað saman nokkrum myndum sem teknar voru á meðan á þessum framkvæmdum stóð, einnig úr nágrenni Sellátra. Þessar myndir eru inná hér til vinstri > Myndir 2000 og nýrri. Allar merktar 2012 . Hér er fyrsta blaðsíða af fjórum í þessari myndabók .