Krossadalur - gönguleið
Upphaf ferðar er við eyðibýlið Sellátra á norðurströnd Tálknafjarðar
Frá eyðibýlinu Sellátrum er gengið eftir götuslóða á sléttum melum að bæjarstæði eiðibýlisins Arnarstapa, undir fjallinu Krossa. Frá Arnarstapa er haldið eftir gamalli götu að Krossadal sem var ysti bær í byggð á norðurströnd Tálknafjarðar. Fagurt útsýni er frá Krossadal til vesturs yfir Patreksfjarðarflóa og til hamrastála Tálkna sunnan Tálknafjarðar. Til baka er gengin söma leið frá Krossadal að Arnarstapa, þaðan með ströndinni að Sellátrum. Minjar um fornar verstöðvar og varir eru óvíða jafn glöggar og við Arnarstapa, þar var aðalverstöð Tálknfirðinga um aldir.
Ferðatími: 4 klst. Öllum fær